Haukar heimsækja Hlíðarenda í kvöld kl. 20:00

Haukamenn fagna eftir vítakast Einars Péturs. Mynd: Eva BjörkMfl. kk í handbolta mun spila sinn annan leik í Olís deildinni í kvöld að Hlíðarenda við Valsmenn kl. 20:00 í kvöld.

Strákarnir eru nýkomnir heim frá Ítalíu þar sem þeir unnu frækinn sigur í fyrstu umferð evrópukeppninnar.

Programmið er strangt hjá strákunum en þeir lentu á þriðjudagskvöld og því stutt í fyrsta leik.

Sigur vannst í fyrsta leik á móti Víkingum á útivelli 19-28. Strákarnir eru staðráðnir í þvi að halda áfram á sigurbraut og hvetjum við allt Haukafólk til að mæta á Hlíðarenda í kvöld og hvetja strákana áfram.

Áfram Haukar.