Haukar heimsækja Gróttu í Visa-bikar karla

HaukarÍ hádeginu í dag var dregið í fyrstu tvær umferðirnar í Visa-bikar karla og kvenna í knattspyrnu. Haukar áttu að sjálfsögðu lið í bæði karla og kvennaflokki. Bæði Haukaliðin sitja hjá í fyrstu umferð.

Kvennaliðið mætir síðan Selfossi á Ásvöllum 1.júní en bæði þessi lið spila í 1.deild kvenna næsta sumar.

Í karlaflokki drógust Haukar síðan gegn Gróttu og mun sá leikur fara fram 9.maí á Seltjarnarnesi. En sama er upp á teningnum þar eins og í kvennamegin, það er að segja, bæði Haukar og Grótta spila í 1.deildinni næsta sumar.

 

Það verður síðan Hafnarfjarðarslagur í 1.umferð í bikarkeppni karla því þar munu Markaregn og ÍH mætast en Markaregn er einmitt, góðavinafélag Hauka.

 

Drátturinn í karlaflokki er hægt að sjá hér í heild sinni. 

Drátturinn í kvennaflokki er hægt að sjá hér í heild sinni.