Í kvöld heimsækja Haukamenn Ármenninga í 1. deild karla. Leikurinn hefst kl. 19.00 í Laugardalshöll.
Síðasta viðureign þessa liða var mögnuð en Haukar unnu í framlengdum leik.
Allur ágóði rennur til góðgerðarmála
Körfuknattleiksdeild Ármanns hefur ákveðið að allur ágóð af leiknum muni renna óskiptur til góðgerðarmála en aðgangseyrir verður aðeins 800 kr. fyrir 16 ára og eldri. Vert er að benda á að hægt er að greiða með korti á leikstað.