Haukar hefja leik í Lengjubikarnum á laugardaginn

Á laugardaginn næstkomandi, 21. febrúar munu Haukar spila sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum 2009. En þá mætir liðið 1.deildar liðinu Víking Ólafsvík í Akraneshöllinni. Leikurinn hefst þar klukkan 17:00.

Síðasta laugardag spilaði Haukar sinn síðasta æfingaleik fyrir Lengjubikarinn gegn úrvalsdeildarliði Grindavíkur, leikurinn endaði 2-2 en Andri Janusson og Ómar Karl Sigurðsson skoruðu mörk Hauka í leiknum en þetta var fyrsta mark Andra eftir að hann gekk til liðs við Hauka nú í vetur frá Álftanes.

Miklar breytingar hafa orðið á liðinu frá því á síðasta sumri, allir útlendingarnir fyrir utan Amir Mehica og Goran Lukic eru horfnir á braut sem og þeir Edilon Hreinsson, Óli Jón Kristinsson og Davíð Ellertsson en þeir hafa spilað lengi með liði Hauka og hafa gert mikið fyrir liðinu en eftir síðasta sumar var ákveðið að framlengja ekki samning þeirra og treyst á yngri leikmenn. Einnig er Atli Jónasson markvörðurinn farinn aftur til KR en hann var einungis hjá Haukum á láni síðasta sumar.

Fjórir leikmenn hafa síðan gengið til liðsins, þrír fyrrum leikmenn Hauka, þeir Albert Högni Arason frá Njarðvík, Andri Janusson og Guðjón Pétur Lýðsson frá Álftanes svo má ekki gleyma Gunnari Ásgeirssyni sem kom frá Hamar. 

Einnig fengu Haukar einnig í vetur, Benis Krasniqi en samningur hans var einungis til áramóta og var honum svo ekki boðinn samningur eftir áramót.

Liðið hefur verið að spila góðan fótbolta í vetur og unnið nokkra góða sigrana í Kórnum og því er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn fyrir komandi mánuði. Við hvetjum því Haukafólk að taka sér góðan laugardagsbíltúr upp á Akranes á laugardaginn og sjá liðið spila sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum.