Haukar tóku á móti nýliðum Selfoss á Ásvöllum í gær. Leikurinn var í jafn fyrri hluta fyrri hálfleiks en góður lokakafli í fyrri hálfleik lagði grunnin að sigri Hauka í þessum leik. Staðan í hálfleik var 16-11.
Haukarnir juku forustuna í 8 mörk þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Selfyssingar áttu í töluverðum vandræðum í sóknarleiknum og reyndu mikið að koma boltanum inn á línuna sem gekk illa. Haukar voru einfaldlega einu númeri of stórir fyrir Selfyssinga og lokatölur 31-25.
Þórður Rafn var markahæstur með 7 mörk, Björgvin og Guðmundur Árni með 6 mörk hvor, Freyr og Stefán Rafn með 3 mörk, Heimir Óli Heimisson 2 mörk, Jónatan, Einar Örn og Tjörvi með 1 mark hver.
Aron Rafn varði 9 skot og Birkir Ívar 6 skot.
Hjá Selfyssingum skoraði Ragnar Jóhannsson 6 mörk, Birkir Bragason varði 11 skot.
Maður leksins var valinn Björgvin Hólmgeirsson.