Haukar – Grótta kl. 16 á Seltjarnarnesi

Tjörvi Þorgeirsson brýst í gegnum vörn Gróttu í leiknum á ÁsvöllumHaukar halda út á Nes í dag og mæta þar Gróttu sem er í harðri botnbaráttu þessa dagana, sérstaklega eftir dýrt tap gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Forskot Gróttu á Stjörnuna er aðeins eitt stig og því má búast við Gróttunni í miklum ham í dag. Eins og kunnugt er leika nokkrir fyrrverandi leikmenn Hauka með liðinu, þeir Jón Karl Björnsson, Gísli Guðmundsson, Matthías Árni Ingimarsson og Magnús Sigmundsson auk þess sem Halldór Ingólfsson stjórnar liðinu. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Gróttu og nú síðast meiddist Finnur Ingi Stefánsson en hann hefur verið meðal markahæstu leikmanna liðsins. Með sigri geta Haukar náð sex stiga forystu á Akureyri sem er í öðru sæti deildarinnar.