Haukar – Grótta á Ásvöllum í kvöld

HaukarHaukar og Grótta mætast á Ásvöllum í 1. deild karla í kvöld, þriðjudagskvöldið 16.ágúst. Leikurinn verður flautaður á klukkan 19:00.

Haukar eru eins og áður í 3. sæti deildarinnar með 25 stig en Grótta er í 9 .sætinu með 15 stig. Haukar og Grótta hafa mæst tvisvar sinnum áður í sumar, Haukar unnu fyrri leikinn í bikarnum nokkuð örugglega en hinsvegar unnu Gróttumenn seinni  leikinn í deildinni á Nesinu, 3-2 eftir að Haukar höfðu verið 2-1 yfir í hálfleik.

Það má því búast við hörkuleik á Ásvöllum í kvöld en þetta er sjötti síðasti leikur Hauka á tímabilinu, sjö stig eru í 2.sætið  og 18 stig eru enn í pottinum það er því enn nóg eftir.

ALLIR Á VÖLLINN – Áfram Haukar!