Í dag fór fram síðasti leikur Hauka í DHL deild karla fyrir jól. Leikurinn var gegn Fylki á Ásvöllum.
Okkar strákar byrjuðu mjög vel. Eftir 15 mínútna leika var staðan orðin 9-4 en Fylkismenn náðu að minnka muninn niður í 13-10 þegar um 25 mínútur voru liðnar. Haukar juku þá muninn og í hálfleik var staðan 19-13.
Fylkismenn byrjuðu síðari hálfleikinn að mun meiri krafti en okkar strákar og eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 22-19. Þá hrukku strákarnir okkar í gang og á næstu 7 mínútum breyttu þeir stöðunni í 27-20. Fylkismenn tóku svo leikhlé í stöðunni 28-21 og virkaði það að einhverju leiti því Fylkismenn náðu að minnka muninn á næstu 8 mínútum í 31-27. Lokatölur voru svo 33-29 okkar strákum í vil.
Næsti leikur strákanna er ekki fyrr en 11. febrúar. Næsti leikur Hauka er 5. janúar þegar U liðið fer í heimsókn til FH.
ÁFRAM HAUKAR!!