Haukar – Fylkir í kvöld í N1-deild kvenna

Í kvöld mætast Haukar og Fylkis í N1-deild kvenna á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 19:00. Eftir leikinn hefst svo annar leikur en þá tekur Ungmennalið Hauka, Haukar U á móti Fjölni í 1.deild karla en sá leikur hefst klukkan 21:00

Haukar eru sem fyrr á toppi deildarinnar með 29 stig einu stigi meira en Stjarnan en Fylkir eru aftur á móti neðstar í deildinni með einungis fimm stig eftir 16 leiki. En Fylkisstelpur unnu samt sem áður síðasta leik gegn FH 33-30 í Árbænum og því má als ekki vanmeta lið Fylkis.

Haukastelpurnar töpuðu síðasta leik sínum heldur stórt en það var gegn Stjörnunni í undanúrslitum Eimskipsbikarsins. En nú er það bara deildin, það eru ekki nema fimm leikir eftir af deildinni og með sigri í þeim öllum er ljóst að liðið verður Deildarmeistarar 2008-2009. Í bikarleiknum vantaði stórskyttuna Ramune Pekarskyte en hún kemur inn í liðið að nýju.

Á síðasta leik var gríðarlega vel mætt og hvetjum við Haukafólk nær og fjær til að fjölmenna á leikinn og hvetja stelpurnar áfram í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.