Haukar – Fylkir á laugardaginn kl. 15:00

HaukarMfl. kvenna í handbolta tekur á móti Fylki, laugardaginn kl. 15:00 í Schenkerhöllinni. Fylkir hefur unnið báða leiki sína það sem af er móti en Haukar tapað báðum sínum og því er leikurinn afar mikilvægur fyrir okkar lið.

Haukum var spáð betra gengi fyrir tímabilið en liði Fylkis og því er mikilvægt að ná sigri í þessum heimaleik og komast á sigurbraut. Stelpurnar þurfa hvatningu af pöllunum og er stuðningsfólk Hauka hvatt til þess að mæta á leikinn og veita þeim góðan stuðning.

ATH: Leiktíminn er kl. 15:00