Errea og Körfuknattleiksdeild Hauka undirrituðu nýjan samning í síðustu viku. Haukar hafa spilað í búningum frá Errea síðustu 2 ár og líkað vel. Mikil ánægja hefur verið með samstarfið við Errea í yngri flokkum félagsins og var því ákveðið að framlengja samningmu,. Samningur Hauka við Errea er til næstu 3 ára.
Á næstu vikum verða söludagar búnininga yngri flokka Hauka eins og verið hefur undanfarin ár. Þess á milli verða körfuknattleiksbúningar Hauka ávalt til sölu hjá Intersport í lindum eins og aðrar Haukavörur.