Í dag fór fram leikur Hauka og Fram í DHL deild karla. Fyrir leikinn voru okkar strákar jafnir Stjörnunni með 6 stig í 6. og 7. sæti. Stjarnan var ofar á innbyrðis viðureign. Fram var í 3. sæti með 11 stig.
Okkar strákar skoruðu fyrsta mark leiksins. Haukar voru skrefinu á undan þar til í stöðunni 3-3 en þá komust Fram yfir. Þeir náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik. Haukar náðu að minnka muninn 10-11 en aftur náðu Framarar þriggja marka forskoti, 10-13. Staðan í hálfleik var 14-17. Kári hafði skorað 5 mörk, Andri 6, Guðmundur 2 og Árni 1.
Strákarnir okkar byrjuðu mun betur en Framarar í síðari hálfleik. Þeir skoruðu fyrstu 4 mörkin og voru því komnir yfir 18-17. Þeir komust í 20-18 og eftir það voru okkar strákar yfir, náðu samt aldrei að auka muninn úr tveimur mörkum. Staðan var jöfn 24-24 en okkar strákar komust í 28-24 og unnu að lokum 31-27.
Okkar strákar fengu þrjár brottvísanir, Kári strax á 5. mínútu, Arnar á 21. mínútu og Árni á 34. mínútu. Framarar fengu aðeins eina brottvísun og var þá á 58. mínútu þegar þeir framkvæmdu ranga skiptingu. Framarar fengu tvö víti í leiknum, Haukar fengu ekkert.
Næsti leikur strákanna er næsta sunnudag þegar heimsækja Akureyringa.
Góður sigur í dag og eru Haukastrákar enn í 6.-7. sæti ásamt Stjörnunni.
ÁFRAM HAUKAR!!