Haukar – Fram á föstudag !

Á föstudagskvöldið geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Fram á Ásvöllum. Leikurinn er settur á klukkan 19.15 og að öllum líkindum mun hann hefjast um það leitið.
Haukar eru sem fyrr segir á toppi N1-deildarinnar með 38 stig, átta stigum fyrir ofan Fram og HK. Í síðustu umferð sigruðu okkar menn Eyjamenn í Eyjum, 28-24 eftir að jaft hafi verið í hálfleik 14-14, í þeim leik fór Jón Karl Björnsson á kostum og var með 10 mörk og næstur honum kom Elías Már Halldórsson með 5 mörk. Framarar unnu aftur á móti Norðanmenn í Framhúsinu með tveimur mörkum, 29-27, eftir að staðan hafi verið 15-14 Frömurum í vil í hálfleik.
Haukar hafa sigrað síðustu sex leiki og þar að meðal einn leik gegn Frömurum í Framhúsinu 37-32 .

Haukar og Fram hafa mæst þrisvar sinnum í deildinni, Haukar hafa tvisvar sinnum farið með sigur að hólmi en einu sinni sættust liðin á jafntefli eftir dramatískar loka mínútur og því er engin hætta á öðru en um jafnan og spennandi leik er um að ræða á föstudaginn kemur.

Á síðustu tveimur heimaleikjum Hauka hefur mæting á leikina verið afar góð en alltaf er hægt að gera betur. Strákarnir þurfa svo sannarlega stuðning allra Hauka áhorfenda á föstudaginn ætli þeim að takast að sigra Framarana og endurheimta þar með Íslandsmeistaratitilinn aftur eftir tveggja ára fjarveru. Haukaliðið hefur verið að spila fanta bolta síðustu mánuðina og mikil samstaða er í liðinu öllu. Á næstu dögum fyrir leik mun umfjöllun um leikinn halda áfram, en takið föstudagskvöldið frá.

HAUKAR – Fram að Ásvöllum, klukkan 19:15, föstudaginn 11.apríl

ÁFRAM Haukar

– Arnar Daði Arnarsson skrifar.