Næsti leikur okkar í Pepsideild karla verður nú á fimmtudaginn 16. september kl 17:15. en þá koma Framarar í heimsókn til okkar á Vodafonevöllinn. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur sem við ætlum okkur að sigra. Hvetjum alla til að mæta og styðja okkar menn. Enn og aftur bið ég alla um að taka vel eftir breyttum leiktíma sem stafar af minnkandi birtuskilyrðum. Leikurinn hefst kl 17:15 á Vodafonevellinum.
Arnar Gunnlaugsson hefur verið frábær í sumar og skoraði dýrmætt mark gegn Grindavík á Sunnudaginn
Áfram Haukar