Leikurinn fór illa hjá stelpunum okkar í gærkvöld er þær töpuðu fyrir FH 27-30. Tölvuverðar sveiflur voru í leiknum, Haukar skoruðu fyrsta markið og náðu fljótt ágætis forystu 6-3. Gestirnir jöfnuðu svo 7-7 og náðu þriggja marka forystu 7-10. Við minnkum muninn og lengi lengi var staðan 12-14. Við skorum síðan þrjú og staðan í hálfleik 15-14. Seinni hálfleikur var svipaður, við erum yfir 17-14, 20-17, . FH jafnar síðan 23-23 og jafnt er 24-24, 25-25 og 26-26. Þá hrökk allt í baklás og gestirnir sigu framúr og sigruðu 27-30.
Það vantaði alla baráttu og leikgleði hjá okkur og verða stelpurnar að finna brosið fyrir næsta leik.