Hér verður stórleik Hauka og FH í beinni textalýsingu. Ýtið á „meira“ til að sjá textalýsinguna, minnum fólk á að „refresha“ svo til að sjá nýjustu tíðindin í leiknum.
60:00: Leiknum er lokið en Haukamaðurinn í FHbúningum skoraði lokamarkið, Jónatan Ingi Jónsson. 34-22.
59:00: Sigursteinn Arndal skorar, Heimir Óli svarar á móti á línunni, 34-21.
58:00: Arnar Jón skorar , 33-20, Gísli ver frá Sigursteini Arndal en Arnar Jón skýtur í stöng, FH í sókn
57:00: Jónatan Jónsson klikkar af línunni en þetta er fyrsta skotið sem hann klikkar eftir að hann gekk til liðs við FH.
56:00: Sigursteinn Arndal skorar úr víti, og Heimir Óli rekinn útaf og FH í sókn. 12 makamunur, 32-20
55:00: Elías Már skorar enn og aftur úr hraðarupphlaupi og núna fara FHingar í röðum út.. þvílík skemmtun!
53:00: Gísli Guðmundsson ver frá Erni Inga og Elías Már skorar úr hraðarupphlaupi.
52:00: Arnar Jón Agnarsson skorar fyrsta mark sitt í leiknum með þrumufleyg. Sigursteinn Arndal með skot framhjá og Freyr Brynjarsson skorar úr hraðarupphlaupi.
51:00: Haukar missa boltann og FH fær víti, Gísli Guðmundsson á móti Sigursteini Arndal og Sigursteinn klobbar Gísla.
50:00: Freyr Brynjarsson skorar eftir að hafa tekið varnarmann FH á en Sigursteinn Arndal, 28-18
48:00: Heimir Óli var rekinn útaf og Örn Ingi skorar fyrir FH, 27-17.
47:00: Jónatan Ingi skorar af línunni fyrir FH, 26-16. Jónatani er svo vikið af velli í næstu vörn eftir að hann hafi rifið í hendina á Elíasi Má. Sigurbergur skorar svo með þrumuskoti.
46:00: Gunnar Berg skorar, og FHingar eru farnir að yfirgefa húsið. FH taka leikhlé.
45:00: Ásbjörn Friðrikson sendi boltann í innkast og Heimir Óli skorar af línunni, áður hafði Andri Stefan skorar, Tíumarka munur, 25-15
44:00: Andri Stefan gerir slíkt hið sama og skorar framhjá Magnúsi sem er kominn í markið hjá FH. Guðmundur Pedersen skorar svo stöngin inn úr vinstra horninu. 23-15.
42:00: Haukar vinna boltann í vörninni og Elías Már skorar úr hraðarupphlaupi. En Örn Ingi fintar sig léttilega framhjá Einar Erni. 22-14
40:00: Hermann gefur boltann beint í fangið á Haukamanni og Haukar fara því í sókn. En Einar Örn skýtur langt framhjá úr horninu, staðan er enn 21-13.
39:00: Bjarni Fritzson með sendingu í innkast svo er hann rekinn útaf fyrir peysutog. En Kári Kristján klikkar svo af línunni.
38:00: Kári skorar af línunni, Bjarni skorar svo úr skyttunni en Sigurbergur svarar á móti, 21-13.
36:00: Skorar úr mjög þröngu færi í horninu en hann snéri boltanum framhjá Hilmari. Guðmundur skorar svo úr víti, 19-12.
35:00: Kári Kristján skorar fyrsta mark sitt i leiknum, Birkir ver svo í tvígang en dæmt víti. Þar sem Guðmundur Pedersen skorar, 18-11.
33:00: Sigurbergur klobbar Hilmar Þór í markinu hjá FH. En Örn Ingi skorar eftir að hafa komist í gegnum vörn Hauka, 17-10
32:00: Andri Stefan skorar þegar Haukar eru einum færri og svo klikkar FH, Haukar í sókn og Haukar orðnir sjö.
31:00: Freyr Brynjarsson rekinn útaf eftir 30 sekúndur, En Birkir ver frá Guðmundi Pedersen.
Nú fer seinni hálfleikurinn að hefjast, FHingar munu byrja með boltann.
30:00: Það eru kominn hálfleikur á Ásvöllum og eru Haukar yfir 15-9 . Hjá Haukum er Sigurbergur markahæstur með 6 mörk. Hjá FH er Hjörtur með 4 mörk.
28:00: Hjörtur Hinriksson skorar úr hægri skyttunni. Elías klikkar en hann vildi fá víti, FH í sókn.
27:35: Birkir Ívar greip boltann frá Ásbirni en hann átti misslukkaða sendingu fram og FH í sókn.
27:00: Sigursteinn Arndal rekinn útaf og Sigurbergur skorar úr víti, 15-8.
26:00: Freyr með skot yfir en dæmd lína á Guðmund Pedersen eftir að hann ætlaði að fiska víti.
25:00: Haukar missa boltan í sókninni en Guðmundur Pedersen skýtur framhjá úr horninu. FH taka Sigurberg úr umferð meðan Haukar eru manni færri.
24:00: Arnar Pétursson rekinn útaf, en Birkir ver frá Hirti í horninu
23:00: Eftir tveggja mínúnta sókn skorar Hjörtur . Sigurbergur skorar svo á móti, 14-8
21:00: Eftir að Sigurbergur og Andri Stefan hefðu skotið í stöngina kláraði Freyr Brynjarsson sóknina með því að hausa Hilmar í markinu, 13-7.
20:00: Hjörtur Hinriks. skorar af línunni, en Andri Stefan skorar framhjá Hilmari Þór sem var að koma í markið. Guðmundur Pedersen vippar svo í stöngina. 12-7
19:00: Sigurbergur skorar með undirhandarskoti, 11-6
18:30: Magnús Sigmundsson ver frá Einari Erni úr víti, annað vítið sem Haukar klikka í leiknum. Vörnin ver svo frá Bjarna Fritz. .
17:00: Bjarni Fritzson skorar úr „sirkus“ marki, 10-6
16:00: FH missa enn og aftur boltann í sókninni og nú skorar Elías Már Halldórsson úr hraðarupphlaupi, staðan er 10-5 og FH taka leikhlé.
15:00: Sigurbergur Sveinsson skorar úr skyttunni, FH missa boltann og Freyr Brynjarsson skorar úr hraðarupphlaupi. 9-5.
14:00: Haukar áttu mislukkaða línusendingu og Hjörtur Hinriksson skorar úr hraðarupphlaupi. 7-5.
13:00: FH missa boltann og Haukar fara í sókn, En Andri Stefan skýtur í stöng , Örn Ingi stekkur upp í vinstri skyttunni og skorar, 7-4
11:00: Bjarni Fritzson klikkaði víti en Elías Már klikkar einnig.
09:30: Birkir Ívar ver og Elías Már skorar úr hraðarupphlaupi. 7-3
08:00: Sigurbergur skorar eftir að vörn Hauka hafi varið boltann frá Fhingum, áður hafi Freyr Brynjars. skorað, 6-3.
07:00: Sigurbergur klikkar víti og Bjarni Fritz. skorar úr hraðarupphlaupi.
06:26: Örn Ingi skorar eftir að boltinn kom fyrst í vörnina. 4-2
06:00: Gunnar Berg fær tvær mínútur
05:00: Elías Már skorar úr skyttunni og Birkir ver, og Elías fer í hraðarupphlaup og skorar. 4-1
04:00: Ásbjörn Friðriksson skorar fyrsta mark FH
03:22: Freyr skorar úr hraðarupphlaupi, 2-0
02:00: Sigurbergur skorar fyrsta mark leiksins úr víti.
Leikurinn er hafinn og Haukar byrja með boltann.
19:32: Smávegis vesen hérna, en búið er að kynna inn liðin og leikurinn fer senn að hefast, húsið er gott sem fullt!
19:12: Það er greinilegt að Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson verða ekki með í kvöld en þeir báðir hafa tillt sér í stúkuna hjá FHinugnum sem er komin langleiðina á að fyllast en tölvert er um laus sæti Haukamegin.
19:05: Vekur athygli að leikmenn FH eru fjórtán að hita upp og en engan Aron Pálmarsson né Ólaf Guðmundsson er að sjá í þeim hóp.
19:00: Hálftími í leik og bæði lið byrjuð að hita upp og gíra sig upp í leikinn.
18:55: Leikur Hauka og FH í N1-deild karla verður hér í beinni textalýsingu. Nú er rétt rúmlega hálftími í leik og Haukar byrjaðir að hita upp. Gestirnir ætla að láta bíða eftir sér og eru enn inn í klefa.