Á laugardaginn næstkomandi mun meistaraflokkur karla mæta Íslandsmeisturunum úr FH í æfingarleik í Kórnum en leikurinn hefst klukkan 16:30.
Er þetta síðasti leikur liðsins fyrir áramót en liðið hefur leikið þrjá æfingaleiki áður í vetur.
Haukar sigruðu fyrst Víking Reykjavík, töpuðu síðan gegn Fjölni og unnu nú síðast Eyjamenn. Arnar Gunnlaugsson spilandi aðstoðarþjálfari liðsins hefur skorað í öllum leikjunum og nú mun hann mæta sínu gamla félagi á laugardaginn.
Tilvalið að skella sér í Kórinn á laugardaginn og sjá Haukaliðið spila síðasta æfingaleikinn á þessu ári.
Leiknum hefur verið frestað um ókominn tíma.