Haukar voru sigursælir á lokahófi HSÍ sem fram fór um síðast liðna helgi. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins var valinn þjálfari ársins. Aron Rafn Eðvarðsson var valin markvörður ársins og Matthías Árni Ingimarsson var kosinn varnarmaður ársins. Þá var Gylfi Gylfason í liði ársins í N1-deildinni.
Óskum við þeim til hamingju með viðurkenningarnar!