Í dag tóku fulltrúar hafnfirskra íþróttafélaga á móti styrkjum frá Rio Tinto Alcan á Íslandi hf og Hafnarfjarðarbæ fyrir 16 ára og yngri iðkendur félaganna. Þessi styrkur hefur verið í gildi frá árinu 2001 og hefur stutt mikið við hið öfluga yngri flokka starf sem er hjá Haukum.
Að auki voru veitt jafnréttishvataverðlaun og í ár fékk Knattspyrnufélagið Haukar styrk fyrir mestu fjölgun iðkenda þess kyns sem hallaði á og svo fékk íþróttafélagið Fjörður einnig styrk fyrir mestu prósentufjölgun þess kyns sem hallaði á.
Knattspyrnufélagið Haukar þakka Rio Tinto Alcan og Hafnarfjarðarbæ fyrir þennan myndarlega styrk og mun gera enn betur í jafnréttismálum á næstu árum.
Hægt er að sjá nánari frétt á heimasíðu ÍBH – http://ibh.is/node/190