Haukar fara norður í dag – Sherrod spilar sinn fyrsta leik fyrir Hauka

sherrodHaukar fara norður til Akureyrar í dag, föstudaginn 4. nóvember og hefst leikurinn kl. 19:15.

Haukarnir munu tefla fram nýjum útlending í þessum leik, en Sherrod Wright er orðinn löglegur og mætti á sína fyrstu æfingu í gær og leit gríðarlega vel út.

Ljóst er að leikurinn verður erfiður, en nýliðar Þórs hafa styrkt sig mikið í sumar og fengu til dæmis Lewis og Ingvar frá Tindastól en auk þess hafa þeir sterka leikmenn í kringum teiginn eins og Danero Thomas, sem leikur sem íslendingur, hinn hávaxna Tryggva sem hefur verið að spila vel og svo sterkan kana.

Haukaliðið verður að spila betur í kvöld, en þeir hafa gert í byrjun tímabils til að ná í sigur á Akureyri og ljóst að lykilmenn liðsins þurfa að fara að stíga upp og spila á eðlilegri getu.
Mikil eftirvænting er fyrir leiknum þar sem Haukar munu sýna stigahæsta leikmann síðasta tímabils í Dominos deildinni en ljóst er að hann vinnur ekki leiki uppá eigin spýtur og því verður liðsheildin að sýna styrk í kvöld.

Hægt verður að fylgjast með leiknum á Þórtv – http://www.thorsport.is/tv/

Áfram haukar