Haukar fara í Safamýrina í kvöld

Matthías Árni Ingimarsson er fyrirliði HaukaÞriðja umferðin í Olísdeildinni fer af stað í kvöld. Haukastrákarnir munu etja kappi við Fram í Safamýrinni og hefst leikurinn kl. 19:30. Liðin spiluðu seinast í Schenkerhöllinni 5. desember og þá unnu Haukar 20 – 17 en Fram vann í Safamýrinni 18. október 18 – 17. Eins og sést þá var lítið skorað í báðum leikjunum og Fram liðið erfitt heim að sækja. 

Staðan í deildinni eftir fyrstu tvær umferðirnar er þannig að Haukar eru efstir með 23 stig, 5 meira en ÍBV sem er í öðru sæti. Fram eru núverandi Íslandsmeistarar og sitja sem stendur í 4. sæti með 14 stig.

Allir að mæta og styðja Hauka til sigurs.

Áfram Haukar!