Haukar fara í heimsókn til Þorlákshafnar í kvöld í Domonos deildinni.

Sigurður Einarsson

Sigurður Einarsson

Haukarnir spila á móti Þór Þorlákshöfn í kvöld, föstudag, kl. 19:15 í Dominos deild karla.

Strákarnir spiluðuð mjög vel í síðasta leik sínum á móti Stjörnunni og unnu mikilvægan og langþráðan sigur í deildinni. Vörnin var gríðarlega sterk og áttu Stjörnumenn fá svör á móti grimmri vörn Haukamanna.

Haukar eiga harma að hefna á móti Þórsurum en Þór vann sanngjarnan 15 stiga sigur í Schenkerhöllinni fyrir áramót. Strákarnir verða að koma vel stemmdir í leikinn og halda áfram að byggja á síðasta leik og ná í annan mikilvægan sigur, en gríðarlega barátta er í deildinni um sæti í úrslitakeppninni.