Haukar fara í Digranesið í kvöld

Patrekur Jóhannesson þjálfari HaukaÞað er skammt stórra högga á milli hjá meistaraflokki karla í handbolta því eftir frábæran sigur á Val í bikarnum er strax komið að næsta deildarleik. Sá leikur er í kvöld í Kópavogi nánar tiltekið í Digranesi þar sem HK er mótherjinn. 

Það má með sanni segja að staða liðanna í deildinni er gerólík því Haukar sitja á toppi deildarinnar á meðan HK er í neðsta sæti og er í harðri baráttu um að falla ekki beint niður. Það má því búast við að HK-menn mæti dýrvitlausir til leiks og sýna að síðasti leikur þeirra hafi bara verið stórsslys, en þeir töpuðu gegn Val með 30 mörkum, 48 – 18.
Góður stuðningur Haukamanna úr pöllum hjálpar strákunum okkar í því að ná í sigur gegn HK en leikurinn er í Digranesi kl. 19:30 í kvöld.

Áfram Haukar!