Haukar fá Þórsara í heimsókn á þriðjudaginn!

Bjöggi hefur skorað 13 mörk það sem af er sumri.

Bjöggi hefur skorað 13 mörk það sem af er sumri.

Eftir frábæran sigur gegn Fjarðabyggð sl. föstudag mæta Haukar liði Þórs frá Akureyri á þriðjudaginn í 17. umferð 1. deildar karla. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst kl. 18.30.

Haukar eru nú í sjöunda sæti með 23 stig en Þór er í þriðja sæti með 29 stig. Það má því búast við hörku leik og vonandi að okkar strákar fylgi eftir frábærum sigri gegn Fjarðabyggð.

Við hvetjum Hauka-fólk til að fjölmenna á Ásvelli og hvetja okkar unga og efnilega lið til sigurs.

Áfram Haukar!