Eftir frábæran sigur gegn Fjarðabyggð sl. föstudag mæta Haukar liði Þórs frá Akureyri á þriðjudaginn í 17. umferð 1. deildar karla. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst kl. 18.30.
Haukar eru nú í sjöunda sæti með 23 stig en Þór er í þriðja sæti með 29 stig. Það má því búast við hörku leik og vonandi að okkar strákar fylgi eftir frábærum sigri gegn Fjarðabyggð.
Við hvetjum Hauka-fólk til að fjölmenna á Ásvelli og hvetja okkar unga og efnilega lið til sigurs.
Áfram Haukar!