Haukar hafa fengið mikin liðsstyrk í meistaraflokk karla í handbolta en þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson hafa ákveðið að ganga til liðs við Hauka og spila með liðinu á næsta tímabili.
Elías Már Halldórsson er á leið aftur til landsins eftir tvö góð ár í Norsku deildinni. Elías hefur gert samning um að koma aftur til Hauka enda átti hann frábær tímabil með félaginu fyrir nokkrum árum. Elías er örvhentur leikmaður sem getur bæði leikið í skyttustöðu og horni. Elías kemur í stað Nemanja Malovic sem hefur snúið aftur til Svartfjallalands. Haukar binda miklar vonir við komu Elíasar enda hörku leikmaður með mikla reynslu.
Jón Þorbjörn Jóhannsson leikmaður Mors-Thy í Dönsku úrvalsdeildinni hefur samið um að leika með Haukum næstu tvö árin. Jón er hávaxinn línumaður og varnartröll. Jón hefur öðlast mikla reynslu úr Dönsku úrvalsdeildinni. Jón lék undir stjórn Arons Kristjánssonar þegar Aron stýrði Skjern á árunum 2004-2007. Jón lék síðast á Íslandi með Fram tímabilið 2007-2008 áður en hann fór aftur út til Danmerkur.
Haukar vilja bjóða þessa leikmenn velkomna í Haukafjölskylduna og það verður gaman að fá að fylgjast með þeim á næsta tímabili.