Haukar fá liðsstyrk.

Í dag var undirritaður samningur við tvo leikmenn sem koma til með að styrkja liðið mikið á næsta tímabili. Þetta eru þeir Þórhallur Dan Jóhannesson og Goran Lucik.

Þóhallur kemur til okkar frá Fylki en hann hefur leikið með KR og Fram auk þess sem hann lék 2 ár í Danmörku. Goran er Haukum vel kunnur þar sem hann kom til okkar frá Grindavík árið 2002 en síðustu tvö tímabil spilaði hann með Stjörnunni. Það er alveg ljóst að lið Hauka verður vel mannað næsta sumar með skemmtilega blöndu af ungum efnilegum leikmönnum og eldri reynslu meiri leikmönnum.