Haukar fá Þór Þ.

Haukar unnu öruggan sigur á Hrunamönnum á föstudagskvöld 108-57. Fyrir leikinn voru Haukar búnir að tryggja sér annað sætið og því heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Hrunamenn voru fallnir og því ljóst að niðurstaða leiksins hafði engin áhrif á lokastöðu deildarinnar.

Sigur Hauka var aldrei í hættu og niðurstaðan öruggur sigur fyrir Hauka. Semaj Inge var stigahæstur Haukamanna með 29 stig og Óskar Magnússon bætti við 20 stigum.

Tölfræði leiksins