Haukar eina félagið sem lækkar æfingagjöld skv. könnun ASÍ

Niðurstöður verðkönnunar ASÍHaukar eru eina íþróttafélagið sem hefur lækkað æfingagjöld frá því síðasta vetur og býður nú foreldrum upp á hvað lægstu æfingagjöld allra félaga á höfuðborgarsvæðinu skv. nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Í könnuninni er litið til æfingagjalda þriggja yngri flokka í handknattleik og samanburður sýndur við gjöld fyrra árs fyrir 6. flokk. Lækkun æfingagjalda hjá 6. fl. í handknattleik nemur 10% hjá Haukum á sama tíma og þau hafa hækkað að meðaltali um tæp 8% hjá öðrum félögum. Haukar eru stoltir af þessum árangri sem endurspeglar skýra stefnumörkun um að gera starf yngri flokka félagsins fjölskylduvænna. Haukar eiga að vera spennandi og aðgengilegur vettvangur fyrir fjölskyldur í Firðinum og með það að leiðarljósi var ákveðið í haust  að lækka æfingagjöld yngstu iðkenda í körfubolta og handknattleik. 

Eftir sem áður er lögð veruleg áhersla á að faglegt starf yngri flokka félagsins sé vandað og metnaðarfullt. Um leið viljum við standa vörð um að það sé gaman og gefandi að vera í íþróttum. Yngri flokka starf íþróttafélaga þarf að vera allt í senn: faglegt, félagslegt og fjölskylduvænt. Það er okkar markmið í Haukum.  

Nánari upplýsingar um könnun ASÍ má finna hér og á myndunum að neðan.  

 

 

Niðurstöður ASÍ