Haukar eiga fjórar stelpur í landsliðsúrvali í U16 hjá KSÍ

HaukarValinn hefur verið 32 manna landsliðshópur í U16 ára kvenna hjá KSÍ og voru fjórar stelpur úr Haukum valdar í þennan æfingahóp. Það er mikill heiður að vera valinn í landsliðshóp og nú þurfa stelpurnar að leggja mikið á sig og æfa vel og setja sér það að markmiðið að komast í lokahópinn.

Stelpurnar sem voru valdar eru:
Alexandra Jóhannsdóttir,
Andrea Anna Ingimarsdóttir,
Nadía Atladóttir og
Þórdís Elva Ágústsdóttir.

Heimasíðan óskar þessum flottu stelpum til hamingju með árangurinn.