Haukar – Conversano. Allir að mæta!

Á sunnudaginn klukkan 20:00 verður flautað til leiks í síðari leik Hauka og Pallomano Conversano í EHF keppninni. Strákarnir okkar töpuðu fyrri leiknum á Ítalíu 32-31. Einvígið er í 2.umferð EHF keppninnar.

Pallomano Conversano kemur frá Conversano sem er á suður Ítalíu. Liðin léku síðastliðinn laugardag á Ítalíu og fór leikurinn þannig að Conversano sigraði 32-31. Um 600 áhorfendur sáu leikinn. Dómararnir í þeim leik komu frá Slóvakíu og heita Peter Brunovsky og Vladimir Canda. Eftirlitsmaðurinn kom frá Kýpur og heitir Telemachos Savvides.

Síðari leikurinn fer fram á Ásvöllum á sunnudaginn. Ásvellir geta tekið um 2.000 áhorfendur og vonum við að sem flestir mæti á leikinn. Leikurinn hefst klukkan 20:00. Við hvetjum fólk til að mæta tímanlega. Dómarar leikjanna verða konur frá Þýskalandi. Þetta er í fyrsta skipti sem konur dæma hjá okkur Haukafólki í Evrópuleik karla. Þær heita Jutta Ehrmann og Susanne Künzig. Eftirlitsmaðurinn verður frá Danmörku og heitir Ole Chistensen.

Haukar og Pallomano Conversano hafa mæst einu sinni áður í Evrópukeppni. Það var árið 2002. Þá lék með liði Conversano Guðmundur Hrafnkelsson. Fyrri leikurinn fór fram 10.nóvember 2002 á Ítalíu. Leikurinn endaði með jafntefli 27-27. Síðari leikurinn fór fram á Ásvöllum 16.nóvember 2002 og endaði sá leikur með sigri okkar Haukamanna 26-18. Markatalan úr þessum tveimur leikjum því 53-45.

Mætum öll á Ásvelli á sunnudaginn, hvetjum strákana okkar til sigurs og sjáum fyrsta Evrópuleikinn á Ásvöllum í vetur!!

ÁFRAM HAUKAR!!