Haukar-B töpuðu í Smáranum

HaukarStrákarnir í Haukum-b töpuðu í dag fyrir Breiðablik-b í B-liðadeildinni 99-84.

Slæmur kafli í 1. leikhluta var strákunum að falli en þeir náðu aðeins að rétta úr kútnum og gera leikinn aðeins spennandi en Blikar reyndust einu númeri of stórir og unnu sanngjarnan sigur.

Benedikt Sigurðsson var stigahæstur með 17 stig og Davíð Sverrisson skoraði 13.

Næsti leikur strákanna er næstkomandi laugardag gegn Ármanni-b í Hagaskóla kl. 11.00.

Staðan í B-liða deildinni