Haukar bæta við sig leikmanni

 

Aleek Pauline er gengin til liðs við Hauka - realmccoysports.comHaukar hafa bætt við sig þriðja erlenda leikmanninum til að styrkja sig fyrir síðari hluta Iceland Express deildarinnar en seinni umferðin hefst núna á fimmtudaginn þegar að Haukar halda í Stykkishólm og spila við heimamenn í Snæfelli.

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Aleek Pauline og kemur frá Norfolk State University. Pauline er 24 ára og spilar stöðu leikstjórnanda og á hans loka ári hjá NSU var hann með tæp 9 stig að meðaltali í leik, rúmar 5 stoðsendingar og 4 fráköst.

Pauline kom til landsins í gær og mætti á sína fyrstu æfingu í gærkvöldi. Ekki náðist í Pétur Rúðrik Guðmundsson þjálfara Hauka.