Meistaraflokkur Karla í handbolta spilar kl. 16:00 seinni leik sinn á móti Cyprus College en leikurinn er spilaður á Kýpur. Þessi leikur er heimaleikur Hauka en fyrri leikurinn sem háður var í gær endaði með 31 – 30 sigri Hauka þar sem Gísli Jón Þórisson skoraði sigurmarkið þegar 4 sekúndur voru eftir.
Við munum koma með nýjustu tölur hingað inn þegar fréttir berast hingað að utan.
Við minnum fólk á að „refresh-a“ síðuna með því að ýta á f5 á lyklaborðinu.
Sigurbergur og Elías Már voru markahæstir Haukamanna í leiknum með 6 mörk þar af komu 2 mörk Sigurbergs úr vítum, Einar Örn gerði 1 mark og síðan 4 úr vítum, Kári gerði 4, Andri Stefan, Freyr, Arnar Jón og Gísli Jón gerðu 3 mörk hver, Gunnar Berg gerði 1.
Birkir varði 13 bolta og Gísli 1.
Kýpverjarnir náðu mest að minnka muninn niður í þrjú mörk í seinni hálfleik. Vörnin var töluvert betri í dag en í gær, þrátt fyrir að hafa fengið á sig jafn mörg mörk báða dagana. Haukastrákarnir voru reknir 7x útaf í leiknum en heimamenn einungis 3x, og náðu Kýpverjarnir að nýta sér það að vera einu manni fleiri afar vel. Aðstæður voru erfiðar fyrir Íslendingana en mikill hiti var í höllinni.
Þá er það orðið laust, Haukar eru komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, eftir 34-30 sigur á Kýpverjunum. Sigur strákanna var aldrei í hættu en þeir leiddu með 6 – 7 mörkum flest allan leikinn.
Kýpverjanir ætla greinilega ekki að gefast upp og eru búnir að minnka muninn í 5 mörk, 27 – 22.
Haukarmennirnir virðast vera að sýna sitt rétta andlit því þeir eru búnir að auka muninn í 7 mörk 24 – 17.
Sigurbergur Sveinsson er markahæðstur Haukamanna með 4 mörk þar af 2 úr vítum svo koma Freyr Brynjarsson og Kári Kristján Kristjánsson með 3 sem og Einar Örn Jónsson en hans mörk eru öll úr vítum. Elías Már Halldórsson og Arnar Jón Agnarsson með 2 og Gísli Jón Þórisson með 1.
Birkir Ívar er búinn að vera í rammaum allan hálflekinn og verja 9 bolta.
Janft var á öllum tölum fyristu 20 mínúturnar en þá hrökk Haukavörnin í gang og náði 5 marka forusstu fyrir hlé.
Hálfleikstölur eru 18 – 13 Haukum í vil.
Haukar virðast ætla að leiða leikinn og er kominir í hina frægu 13 – 10 stöðu. Þannig að það er spurnig hvort sú staða ætlar að reynarst okkur enn og aftur vel.
Fyrstu tölur eru komar í hús 6 – 5 fyrir Hauka og þetta virðist vera mikil barátta.
Mynd: Sigurbergur Sveinsson skoraði 6 mörk í leiknum.