HK 2 mætti á Ásvelli í gær með von í huga um tvö stig í hús eftir þá heimsókn. Annað kom hinsvegar á daginn…
Fyrri-hálfleikur
Raggi lokaði búrinu í fyrrihálfleik og hélt okkur á floti, þar sem við vorum frekar slappir sóknarlega. Varði pilturinn m.a. þrjú víti.
Í hálfleik var staðan jöfn 13-13.
Seinni-hálfleikur
Í þeim seinni fór að hressast yfir þessu og menn vildu leggja sig extra fram þar sem óðum var farið að styttast leikslok 🙂 Við náðum ekki að hrista Kópavogsgríluna af okkur og var leikurinn í járnum allan tíma. Fengum samt ösku-haug af færum til að klára þetta. Jason Kristinn Ólafsson fékk skotleyfi í seinni frá Þorgeiri formanni sem var þakkað pent fyrir og láu 7 kvikindi í neti hjá örvhentu skyttunni.
Lokatölur 28-27 fyrir Hauka 2, við erum óstöðvandi.
Mörk skoruð í leiknum:
Jason 8
Óskar Á 4
Ægir 4
Einar J 3
Sigurjón B 2
Jón Örn S 2
Sigurgeir M 2
Júlli 1
Örvar 1
Gústi B 1
Kveðja,
Örvar – Liðseigandi númer tvö