Haukar 12 – 2 KFG

Meistaraflokkur karla lék æfingarleik gegn 3.deildarliði KFG, Knattspyrnufélag Garðabæjar í hádeginu í dag. Þeir vöknuðu snemma og voru 11 leikmenn mættir í Garðabæinn um ellefu leytið, en enginn markvörður. En því var reddað með tveimur símtölum og var undirritaður mættur nokkrum mínútum síðar. 

Leikurinn bauð upp á flest allt nema spjöld enda um æfingarleik að ræða, en ef þetta hefði verið um alvöruleik að ræða, þá hefðu liðsmenn KFG fækkað um nokkra leikmenn á meðan leik stóð og kannski einn leikmaður Hauka fengið að fjúka útaf. En engin meiðsli urðu á leikmönnum sem er auðvitað númer eitt, tvö og þrjú.

Leikurinn hófst fjörlega og kom fyrsta mark leikins snemma leiks, en það voru Haukar sem gerðu það. Liðsmenn KFG jöfnuðu síðan leikinn en það var frekar umdeilt. Eftir það gáfu Haukarnir í og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Staðan í hálfleik 6-1. Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik og sama markatala og í þeim fyrri, 6-1 og því 12-2 sigur á KFG staðreynd.

Fimm leikmenn Hauka skoruðu mörkin í dag, Hilmar Emilsson með 3 eins og nafni hans, Hilmar Geir og Ómar Karl, Jónmundur gerði síðan 2 og Marco Kirsch 1 mark.

Næsti leikur Hauka í 1.deildinni er á föstudaginn, gegn Þór Akureyri á Akureyri.

Mynd: Hilmar Rafn Emilsson setti þrjú í dagstefan@haukar.is