Haukar 0 – 1 Leiknir

Í kvöld tók meistaraflokkur Hauka á móti Leiknismönnum í 1. deild karla. Leikurinn var leikinn á Ásvöllum klukkan 18:00 í dag.

Það var prýðis knattspyrnuveður og því ekkert hægt að setja út á veðrið á meðan leik stóð. Því miður fyrir okkar menn fóru Leiknismenn með öll stigin þrjú heim í Breiðholtið, en loka staðan 1-0 Leiknismönnum í vil.

Eina mark leiksins skoraði einn af Dönunum í liði Leiknis, Jakob Spansberg á 16.mínútu leiksins.

Haukarnir náðu sér aldrei nægilega á strik en hættulegasta tilraun Hauka var eftir aukaspyrnu Davíðs Ellertssonar  en skot hans hafnaði í þverslá gestanna.

Fimmta tap Hauka í síðustu sex leikjum því staðreynd, en einungis tveir leikir eru eftir af tímabilinu. Næsti leikur liðsins er gegn Þór frá Akureyri á Akureyri, föstudaginn í næstu viku.

Síðasti leikur liðsins í deildinni er síðan gegn Stjörnunni á Ásvöllum laugardaginn 20.september, en Stjarnan er í harðri baráttu við Selfoss um að komast upp í deild þeirra bestu og því gæti verið að sá leikur mundi ráða úrslitum.

Haukar 0-1 Leiknir R.
0-1 Jakob Spansberg (’16)