Haukastelpur tóku forystuna í einvíginu við Hamar í kvöld með fjögurra stiga sigri 59-55.
Þar með er staðan 2-1 fyrir Hauka sem þurfa þvi aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslitin.
Leikurinn í kvöld var í járnum frá upphafi og bæði lið voru greinarlega ákveðin í að landa sigri í kvöld.
Eftir hörkuleik var það lið Hauka sem stóð uppi sem siguvegari.
Slavica Dimovska var stigahæst hjá Haukum með 23 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir setti 12 stig.
Hjá Hamri var LaKiste Barkus með 19 stig.
Næsti leikur liðanna er á þriðjudagskvöld.
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is
Myndasafn úr leiknu á Karfan.is
Viðtal við Yngva Gunnlaugsson á Karfan.is
Mynd: Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 12 stig í kvöld – mynd úr fyrri viðureign þessa liða – stefan@haukar.is