Haukar þéttu vörnina og eru öruggir áfram

Giedrius átti stórleik í marki Hauka í gærHaukar spiluðu seinni leik sinn í fyrstu umferð í Evrópukeppni félagsliða í gær og áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja hollenska liðið OCI-Lions að velli. Lokatölur leiksins voru 30 – 18 og samanlögð úrslit beggja leikjanna voru því 66 – 51 Haukum í vil. Það var greinilegt á leiknum í gær að liðið hafði skoðað fyrri leikinn vel og náð að leiðrétta slæm varnarmistök sem voru alltof algeng í þeim leik. Vörnin small og markvarslan með en Giedrius var stórkostlegur í markinu og varði alls 24 skot.

Eftir fyrstu umferðina er Sigurbergur Sveinsson markahæstur allra en hann skoraði 17 mörk í leikjunum tveimur. Smellið hér til að sjá lista yfir markahæstu menn.

Í næstu umferð mæta Haukar stórliði S.L. Benfica frá Portúgal og leikið verður heima og heiman í október. Hugmynd er komin upp um að vera með skipulagða hópferð á leikinn og verður sú ferð betur auglýst þegar allar upplýsingar liggja fyrir.

Áfram Haukar!