Haukar unnu góðan sigur á Snæfell í gær í Subwaybikar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggðu Haukastelpur sér sæti í undanúrslitum ásamt Fjölni, Njarðvík og Keflavík.
Sigur Hauka var öruggur og lokatölur leiksins voru 61-84 fyrir Hauka.
Stigahæst hjá Haukum var Heather Ezell með 23 stig en hún tók einnig 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar sem þýðir að hún náði enn einni þrennunni.
Næst stigahæst var Kiki Lund með 18 stig.
Haukarstelpur eru á góðu róli og hafa unnið alla leiki sína á nýju ári í deild og bikar.
Næsti leikur stelpnanna er úrslitaleikur um sæti í A-riðli Iceland Express-deildar kvenna en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta eftir næstu umferð. En hún fer fram á miðvikudagskvöld.
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is
Myndasafn úr leiknum á Karfan.is