Haukar í riðlakeppni meistaradeildarinnar

Meistaraflokkur karla í handbolta er kominn í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu eftir tvo sigra á Cyprus Collage á Kýpur um helgina.

Þeir sigruðu fyrri leikinn með eins marks mun 31-30 en sá seinni með fjórum mörkum, 34-30 og því samanlagt 65-60.

Haukar munu leika í F riðli með MKB Vezprém KC frá Ungverjalandi, Flensburg frá Þýskalandi og ZTR Zaporozhye frá Úkraníu. Landsliðsmaðurinn Alexander Pettersons leikur með þýska stórliðinu Flensburg og verður því fróðlegt þegar hann kemur til Íslands og leikur með sínu liði gegn Haukum.

Fyrsti leikur Hauka verður í byrjun október þegar Haukar taka á móti ZTR Zaporozhye. Svo í annarri umferð fara Haukar til Þýskalands og leika gegn Flensburg, en sá leikur er settur 9. október.

Næsti leikur Hauka er næstkomandi laugardag þegar keppt verður í hinni árlegu keppni, Meistarakeppni HSÍ þegar Íslandsmeistarar síðasta veturs mæta bikarmeisturunum.

Meira um þann leik og fleiri fréttir komandi átök í meistaradeildinni verða birt hér á síðunni á næstu dögum.