
Patrekur og strákarnir í mfl karla mæta Val í kvöld í leik 3 og með sigri sópa þeir Val úr keppninni.
Haukar hafa farið vel af stað í úrslitakeppninni í ár. Þeir sópuðu FH úr keppni 2-0 og eru komnir 2-0 yfir í einvíginu við Val og þurfa bara einn sigur til viðbótar til að tryggja sæti sitt í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Það var frábær stemmning á Ásvöllum á laugardaginn og nú sköpum við hörku Haukastemningu í Vodafonehöllinni í kvöld, þriðjudag, en leikurinn hefst kl. 19:30.
Áfram Haukar!