Starfsemi Hauka í horni fer vel af stað á nýrri handboltavertíð. Mikil fjölgun átti sér stað á fyrstu heimaleikjum félagsins um síðustu helgi og feikigóð stemmning var í VIP herberginu. Fjöldi félaga nýttu sér þá nýjung að geta keypt sér merkt sæti í handboltastúkunni á hagstæðum kjörum og er það mikið fagnaðarefni. Allir eru velkomnir í Hauka í horni. Félagið hefur um árabil verið stuðningsmannaklúbbur handknattleiksdeildar Hauka. Nú þegar handboltinn og fótboltinn hafa byrjað samstarf um rekstur meistaraflokka félagsins þá verða Haukar í horni líka stuðningsklúbbur fótboltans. Dyggir stuðningsmenn fótboltans eru því hvattir til að gerast félagar hið fyrsta og taka þátt í skemmtilegum félagsskap.
Félagar í Haukum í horni fá ársmiða á heimaleiki Hauka í deildarkeppni í handbolta og fótbolta sem gilda bæði á karla- og kvennaleiki. Félagar fá einnig aðgengi að VIP herberginu á leikdag þar sem þjálfari leggur línurnar fyrir leik og fer yfir stöðuna í hálfleik. Kaffi, gos og bakkelsi er í boði í hálfleik og létt máltíð/veitingar með leikmönnum og þjálfurum að leik loknum. Félagar fá einnig reglulega sent fréttabréf í netpósti með fréttum um meistaraflokkana og starfið. Langar þig að gerast félagi í Haukum í horni? Skráðu þig hér.