Haukar eru komnir í undanúrslit eftir frábæran sigur á Grindavík í gærkvöldi en leikurinn endaði 81-74. Þar með unnu Haukar einvígið 2-0 og mæta næst KR en leikið er næstu helgi.
Leikurinn í gærkvöldi var frábær skemmtun en hann var jafn og spennandi allan tímann.
Það var ekki fyrr en á lokamínútunni sem Haukar náðu að stinga af og innbyrða góðan sigur.
Stigahæst hjá Haukum var Kiki Lund með 30 stig en Heather Ezell var með 19 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var svo með 8 stig og 12 fráköst.
Mynd: Guðrún Ámundadóttir og félagar í Haukum mæta KR næst.