Það var galvaskur hópur Haukamanna sem sást á vappi í Norðurbænum í gær að fegra bæinn okkar. Tíndi hópurinn rusl og hjálpaði að gera bæinn okkar sem snyrtilegastan fyrir 17. júní.
Fegrunarátakið er hluti af Umhverfisvakt Hafnarfjarðarbæjar en það eru nokkrir hópar Haukamanna sem eru með hin ýmsu hverfi Hafnarfjarðar. En alls er bænum skipt upp í 13 hverfi.
Alls þarf hver hópur að fara fjórum sinnum yfir sitt hverfi og því mega vegfarandur eiga von á að sjá þennan myndarlega hóp á ferli í sumar með svartan ruslapoka í hönd.
Mynd 1: Það voru stórir sem smáir Haukamenn sem lögðu sitt af mörkum
Mynd 2: Hluti af hópnum við Hellisgerði