Haukar fyrr í kvöld góðan 2-1 sigur á Selfyssingum í skemmtilegum leik á Schenkervellinum á Ásvöllum. Mörkin í leiknum komu á fyrstu 10 mínútunum en nóg fjör var það sem eftir lifði leiks.
Einungis þremur mínútum síðar skoraði Aron Jóhannsson annað mark Hauka í leiknum með mjög keimlíku marki. Stuðningsmenn heimamanna hafa eflaust haldið að framundan væri markaveisla hjá sínum mönnum.
Gestirnir voru þó á öðru máli og það tók þá ekki nema þrjár mínútur að svara fyrir sig var þar að verki Ingi Rafn Ingibertsson með gott mark eftir lipurt samspil Selfyssinga. Þrátt fyrir að mörkin í leiknum hafi ekki orðið fleiri vantaði svo sannarlega ekki færin eða fjörið í hann.
Hjá gestunum var Javier Lacelle mjög öflugur allar leikinn og raunar með ólíkindum að hann hafi ekki skorað úr einni af sínum fjölmörgu tilraunum í leiknum, en Sigmar í marki Hauka átti virkilega góðan dag og varði hvert skot hans á fætur öðru.
Hinu megin vallarins var nóg að færum einnig, meðal annars átti Hilmar Trausti Arnarson fyrirgjöf sem endaði í þverslá Selfoss marksins og einnig átti Anthonio De Souza skot í stöng eftir að hafa sloppið einn í gegn undir lok leiksins.
Hér hafa einungis verið talin upp allra helstu færin af fjölmörgum góðum tilraunum og færum í leiknum. Virkilega skemmtilegum leik lokið á Ásvöllum.
Með sigrinum færast Haukar í efsta sæti deildarinnar, allavega til morguns en þá geta Grindvíkingar hirt af þeim sætið með sigri á BÍ/Bolungarvík. Selfyssingar eru áfram í 8. sæti en fjarlægjast óðum topplið deildarinnar og hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.