Haukar á hraðmóti Njarðvíkur

Bikarmeistarar Hauka í körfubolta taka þátt á Hraðmóti í Njarðvík nú á næstu dögum. Mótið er haldið í tengslum við Ljósanótt eru átta lið skráð til leiks.

Auk Hauka verða á mótinu Njarðvík, Hamar, Grindavík, U-16 landsliðið, Snæfell, Fjölnir og að lokum íslandsmeistarar KR.

Haukar hefja leik í kvöld og leika gegn Hamri kl. 17:45.

Leikjaniðurröðun Hauka.

Miðvikudagurinn 1. sept.
17:45 Haukar  – Hamar 
18:30 Haukar – Grindavík
20:45 Haukar – Njarðvík

Úrslitin verða svo á Föstudaginn og kemur í ljós eftir kvöldið kl. hvað Haukar leika þann daginn.