Haukar Íslandsmeistarar í Unglingaflokki

Haukar urðu Íslandsmestarar í Unglingaflokki karla og kvenna í dag í tveim hörku leikjum. Báðir leikir byggðust þannig upp að útlitið var ekkert of bjart en með harðfylgni náðu Haukar í báðum tilfellum að skjótast fram úr og sigra.

Rannveig Ólafsdóttir og Örn Sigurðarson voru útnefnd menn leiksins en Rannveig gerði 15 stig í leiknum tók 5 fráköst og stal 9 boltum. Örn var með 29 stig og 15 fráköst.

Haukar byrjuðu með miklum látum í kvenna leiknum og náði strax nokkura stiga foyrstu. Keflavík hrökk þá í gang og komst 12 stigum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Haukar snéru blaðinu við í seinni hálfleik þegar vörnin fór að smella saman og á endanum voru þær komnar 12 stigum yfir og höfðu leikinn í höndum sér. Þessi biti var of stór fyrir Keflavík að kyngja og Haukar unnu á endanum með sjö stigum 66-59.

Það benti ekkert til þess að Haukar væru að fara að gera stóra hluti gegn liði Njarðvíkur í unglingaflokki karla. Grænir leiddu allan leikinn og fór mikil orka hjá Haukum í að elta þá. Staðan var 39-50 í hálfleik og gekk okkar strákum illa rjúfa 10 stiga muninn. Ávallt þegar Haukar minnkuðu muninn stigu Njarðvíkingar upp og juku hann aftur.

Það var ekki fyrr en 18 sekúndur voru eftir af leiknum að Haukar komust loks yfir og þessar 18 sekúndur voru sennilegast þær lengstu í manna mynnum. Helgi Einarsson kom Haukum yfir og fékk vítaskot að auki. Helgi klikkaði úr skotinu og Haukur Óskarsson náði frákastinu. Boltinn barst til Arnars Hólm sem keyrði að körfu Njarðvíkinga og grænir brutu. Arnar setti niður annað skotið og kom Haukum tveim stigum yfir.

Njarðvíkingar héldu til sóknar og Hjörtur Einarsson fór upp í þriggjastiga skot. Brotið var á honum í skotinu og hann fékk þrjú vítaskot. Hjörtur setti niður eitt af þremur og minnkaði muninn í eitt stig. Örn Sigurðarson náði frákastinu og Njarðvíkingar brutu strax og Örn fór á línuna. Svellkaldur setti hann niður bæði vítaskotin og jók muninn í þjú stig.

Njarðvíkingar fengu fínt skot til að freysta þess að jafna en skotið geygaði og Haukastrákar ásamt stúkunni fögnuðu óurlega. Leikurinn endaði með þriggja stiga sigri Hauka 79-76 og Haukar meistarar í unglingaflokki árið 2010.

Umfjöllun um leik Hauka og Njarðvíkur á karfan.is
Umfjöllun um leik Hauka og Keflavíkur á karfan.is