Þá er það orðið öruggt, Haukar eru Íslandsmeistarar í N1-deild karla tímabilið 2007-2008.
Það varð öruggt eftir að liðið sigraði lið Framara með ellefu mörkum, 41-30. Staðan í hálfleik var 17 – 12 okkar mönnum í vil, en strákarnir mættu gífurlega einbeittir til leiks og voru búnir að skora 10 mörk á fyrstu 10 mínútunum á móti 4 mörkum Fram. Og 5 – 8 marka forysta Hauka hélst út allan fyrri hálfleikinn, en Haukar klikkuðu samt sem áður tveimur vítum og einu hraðarupphlaupi undir lok fyrri hálfleiks.
Sigurbergur Sveinsson skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, en þurfti að fara útaf undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla.
Framarar bitu aðeins frá sér í byrjun síðari hálfleiks, en svo tóku Haukar völdu á ný og spiluðu á köflum, glimrandi handknattleik og allir áhorfendur leiksins (mínus þá tíu áhorfendur Framara) tóku mikinn þátt í leiknum og var á köflum gríðargóð stemming á pöllunum.
Þegar níu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 32-25 Haukum í vil og Elías Már Halldórsson var í Essinu sínu, og skoraði hvert markið á fætur öðru og var markahæsti leikmaður Hauka með 11 mörk úr 11 skotum, 100 % hjá kallinum, ekki leiðinlegt það. Strákarnir kláruðu svo leikinn með ‘stæl’ og héldu áfram að valta yfir gestina, og Þröstur Þráinson skoraði síðustu tvö mörk leiksins.
Íslandsmeistarar titilinn því orðinn okkar aftur.
En enn eru nokkrir leikir eftir af deildinni, og með svona spilamennsku eins og strákarnir sýndu í kvöld, þá sé ég ekki ástæðu fyrir því að fólk mæti ekki á síðusti leiki Hauka í deildinni, því þetta var frábær leikur í kvöld. Næsti leikur liðsins er gegn norðan mönnum á Ásvöllum á Þriðjudaginn, 19:15 – Allir á völlinn,
ÁFRAM HAUKAR
– Arnar Daði Arnarsson skrifar.