Í kvöld fær karlalið Hauka lið ÍR í heimsókn í 5. umferð Olísdeildarinnar. ÍR er núna á toppi deildarinnar með 6 stig úr fjórum leikjum en okkar menn eru með 4. Í síðustu umferð töpuðu strákarnir naumlega gegn Íslandsmeisturum Fram og alveg ljóst að þeir ætla sér sigur í leiknum á morgun.
Leikurinn hefst kl. 19:30 og hvetjum við alla til að mæta á pallana og láta vel í sér heyra.
Áfram Haukar!