Haukar – ÍBV N1 deild karla

Strákarnir okkar tóku á móti ÍBV í dag á Ásvöllum. Það mætti halda að okkar strákar hafi ekki verið mættir þegar flautað var til leiks því Eyjamenn komust strax í stöðuna 1-4. Þá tóku okkar menn sig saman og náðu að komast yfir 8-5 og síðar 13-9. Staðan í hálfleik var 15-10.

Í byrjun síðari hálfleik komust okkar í góða forystu, 19-12 og 22-14. Eyjamenn náðu að minnka muninn í 27-24 en þá tóku strákarnir okkar leikinn í sínar hendur og unnu að lokum fjögurra marka sigur 32-28.

Gísli Guðmundsson átti stórleik í marki okkar manna og varði 22 skot. Markahæstur var Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson með 7 mörk, Andri Stefan og Jón Karl Björnsson skoruðu 5 mörk hvor.

Hjá ÍBV var Sigurður Bragason markahæstur með helming markanna, 14 talsins.

Næsti leikur strákanna er fimmtudaginn 21. febrúar þegar þeir fara norður í land og leika á móti Akureyringum.